„Hrútar“ ekki á stuttlista vegna Óskars

Hrútar Sigurður Sigurjónsson víttBandaríska kvikmyndaakademían hefur opinberað níu mynda stuttlista yfir þær myndir sem gætu orðið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Það eru óneitanlega vonbrigði að Hrúta sé ekki að finna á listanum, en fjölmargir fagmiðlar, þar á meðal þessi hér, töldu hana eiga góða möguleika á tilnefningu.

Líkt og Hross í oss árið 2013 (og fram á 2014) hefur Hrútar verið meðal örfárra kvikmynda í heiminum þetta árið sem fara hafa sigurför um alþjóðlegar kvikmyndahátíðir, auk þess sem myndin hefur selst á flestum mörkuðum heims sem er sjaldgæft með evrópskar kvikmyndir.

Anne Thompson dálkahöfundur hjá IndieWire er meðal þeirra sem lýsa yfir undrun sinni á því að myndin hafi ekki orðið fyrir valinu. Sjá má pistil hennar hér.

En níu mynda stuttlistinn er sem hér segir:

  • Belgía: The Brand New Testament. Leikstjóri: Jaco Van Dormael.
  • Kólumbía: Embrace of the Serpent. Leikstjóri: Ciro Guerra.
  • Danmörk: A War. Leikstjóri: Tobias Lindholm.
  • Finnland: The Fencer. Leikstjóri: Klaus Härö.
  • Frakkland: Mustang. Leikstjóri: Deniz Gamze Ergüven.
  • Þýskaland: Labyrinth of Lies. Leikstjóri: Giulio Ricciarelli.
  • Ungverjaland: Son of Saul. Leikstjóri: László Nemes.
  • Írland: Viva. Leikstjóri: Paddy Breathnach.
  • Jórdanía: Theeb. Leikstjóri: Naji Abu Nowar.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR