Bandaríska kvikmyndaakademían hefur opinberað níu mynda stuttlista yfir þær myndir sem gætu orðið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Það eru óneitanlega vonbrigði að Hrúta sé ekki að finna á listanum, en fjölmargir fagmiðlar, þar á meðal þessi hér, töldu hana eiga góða möguleika á tilnefningu.
Líkt og Hross í oss árið 2013 (og fram á 2014) hefur Hrútar verið meðal örfárra kvikmynda í heiminum þetta árið sem fara hafa sigurför um alþjóðlegar kvikmyndahátíðir, auk þess sem myndin hefur selst á flestum mörkuðum heims sem er sjaldgæft með evrópskar kvikmyndir.
Anne Thompson dálkahöfundur hjá IndieWire er meðal þeirra sem lýsa yfir undrun sinni á því að myndin hafi ekki orðið fyrir valinu. Sjá má pistil hennar hér.
En níu mynda stuttlistinn er sem hér segir:
- Belgía: The Brand New Testament. Leikstjóri: Jaco Van Dormael.
- Kólumbía: Embrace of the Serpent. Leikstjóri: Ciro Guerra.
- Danmörk: A War. Leikstjóri: Tobias Lindholm.
- Finnland: The Fencer. Leikstjóri: Klaus Härö.
- Frakkland: Mustang. Leikstjóri: Deniz Gamze Ergüven.
- Þýskaland: Labyrinth of Lies. Leikstjóri: Giulio Ricciarelli.
- Ungverjaland: Son of Saul. Leikstjóri: László Nemes.
- Írland: Viva. Leikstjóri: Paddy Breathnach.
- Jórdanía: Theeb. Leikstjóri: Naji Abu Nowar.