„The Show of Shows“ Benedikts Erlingssonar til San Sebastian

Benedikt Erlingsson þakkar fyrir Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014.
Benedikt Erlingsson.

Heimildamynd Benedikts Erlingssonar, The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals (áður: The Greatest Shows on Earth), hefur verið valin til þátttöku í „Zabaltegi“ hluta San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 18.-26. september. Skemmst er að minnast þess að Hross í oss Benedikts hóf sigurgöngu sína á sömu hátíð fyrir tveimur árum.

The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals segir sögu farandskemmtikrafta í gegnum myndefni sem fengið var með einstökum aðgangi að National Fairground Archive í Bretlandi og með nýrri tónlist frá meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rós.

Benedikt Erlingsson stýrir og skrifar handrit myndarinnar. Aðalframleiðandur eru Margrét Jónasdóttir fyrir Saga Film og Mark Atkin fyrir Crossover LAB. Heather Croall er framleiðandi fyrir Crossover, og Vanessa Toulmin er meðframleiðandi.

Tónlist myndarinnar er samin af Hilmari Erni Hilmarssyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni úr Sigur Rós í samstarfi við Kjartan Dag Holm.

The Show of Shows-poster

Sjá nánar hér: The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals valin til þáttöku á San Sebastian hátíðarinni | FRÉTTIR | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR