„Frelsun“ vann pitch-keppni í Cannes

Anna Sæunn Ólafsdóttir og Eva Sigurðardóttir á rauða teppinu í Cannes þann 16. maí s.l.
Anna Sæunn Ólafsdóttir og Eva Sigurðardóttir á rauða teppinu í Cannes þann 16. maí s.l.

Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi, sem tók þátt í „pitch“ keppni Shorts TV á Cannes, þótti vera með bestu stuttmyndarhugmyndina og hlaut að launum fimm þúsund evrur eða um 742.000 krónur. Upphæðin fer uppí kostnað við gerð myndarinnar sem kallast Frelsun og verður leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.

Klapptré sagði frá málinu í gær.

Þess má og geta að annar framleiðandanna, Eva Sigurðardóttir, vann sömu keppni í fyrra. Mynd hennar Regnbogapartý er nú í eftirvinnslu.

PS: Lýst er eftir íslensku heiti yfir „pitch“. Áhugasamir orðsmiðir noti Facebook plássið hér fyrir neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR