Bíómyndin Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar, var frumsýnd s.l. föstudag og situr á toppi aðsóknarlistans eftir fyrstu sýningarhelgi. Alls hafa 3.088 manns séð myndina hingað til, þar af 2.438 um helgina. Myndin er sýnd á 9 tjöldum.
París norðursins er í áttunda sæti aðsóknarlistans eftir 4 vikur í sýningum. Alls hafa 9.668 gestir séð myndina hingað til, en þar af komu 534 gestir um helgina og alls 1.875 í vikunni.
Vonarstræti er nú í 11. sæti á lista SMÁÍS eftir 20 vikur í sýningum. Myndin hækkar sig um fjögur sæti og má sjálfsagt tengja það vali hennar sem framlagi Íslands til Óskarsverðluna. Alls sáu myndina 544 manns s.l. viku, þar af 223 um síðustu helgi sem er 68% aukning frá síðustu helgi. Samtals hefur myndin fengið 47.328 gesti frá því sýningar hófust.
AÐSÓKN VIKUNA 22.-28. september 2014:
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
Ný | Afinn | 2.438 | 3.088 |
4 | París norðursins | 1.875 | 9.668 |
20 | Vonarstræti | 544 | 47.328 |