Greining | „Vonarstræti“ á toppnum þriðju helgina í röð, komin í rúmlega 28 þúsund manns

vonarstræti collageVonarstræti situr enn á toppi aðsóknarlistans þriðju sýningarhelgina og hefur þannig slegið út þrjár Hollywood stórmyndir í röð; Godzilla, X-Men: Days of Future Past og Edge of Tomorrow. Nú að lokinni þriðju sýningarhelgi hafa alls 28.030 manns séð myndina en alls sáu hana 11.157 manns síðastliðna viku, þar af 3.611 um helgina.

12.137 hafa nú séð Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst en myndin hefur nú verið átta vikur í sýningum. Myndin er nú í 13. sæti aðsóknarlistans.

Hross í oss gengur enn í Bíó Paradís og hefur nú alls fengið til sín 14.894 gesti eftir 40 vikur í sýningum.

[tble caption=“Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 26. maí til 1. júní 2014″ width=“500″ colwidth=“20|100|50|50″ colalign=“center|centre|center|center“] VIKUR,MYND,AÐSÓKN,HEILDARAÐSÓKN
3,Vonarstræti,11.157,28.030
8,Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst,151,12.137
[/tble](Heimild: SMÁÍS)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR