SÍK hefur sent frá sér tölur um veltu í kvikmyndagreininni í janúar og febrúar á árunum 2008-2014. Byggt er á gögnum Hagstofunnar.
Af grafinu sem sjá má hér að ofan sést að veltuaukning frá sama tímabili síðasta árs nemur um 24% í framleiðslu á kvikmynduðu efni á Íslandi.
Þá má einnig benda á að um 260% veltuaukning hefur orðið á þessu tímabili frá 2008.
Hafa skal í huga að þetta eru aðeins tölur fyrir janúar og febrúarmánuði viðkomandi ára, en miklar sveiflur geta orðið í veltu milli mánaða. Hinsvegar er óhætt að tala um að kvikmyndagreinin sem slík sé almennt í stórsókn, en þó skal einnig haft í huga að veltuaukningin stafar að verulegu leyti af auknu umfangi erlendra verkefna.
Heildarveltu síðasta árs má sjá hér.