„Mules“ Barkar Sigþórssonar í tökur á árinu

Börkur Sigþórsson.
Börkur Sigþórsson.

Börkur Sigþórsson mun leikstýra kvikmyndinni Mules fyrir RVK Studios og hefjast tökur síðar á árinu. Variety skýrir frá þessu á vef sínum.

Mules gerist í kjölfar hrunsins og fjallar um vel stæðan lögfræðing og bróður hans sem er á skilorði. Þeir ákveða að smygla verulegu magni kókaíns inní landið en þegar burðardýrið veikist við komuna til landsins og getur ekki afhent dópið lenda bræðurnir í mikilli klemmu.

Variety hefur eftir Agnesi Johansen framleiðanda hjá RVK Studios að verið væri að vinna að samframleiðslusamningi við sænska framleiðslufyrirtækið Tre Vanner og sölufyfyrirtækið Svensk filmindustri.

“Þó sagan gerist á Íslandi og verður á íslensku mun hún hafa sterka alþjóðlega skírskotun og verður að hluta tekin erlendis,“ segir Agnes við Variety.

Börkur hefur unnið við auglýsingagerð í mörg ár og meðal annars unnið fyrir stóra kúnna á borð við Nike, Honda og The Guardian. Hann skrifaði og leikstýrði stuttmyndinni Skaða (Come to Harm) sem meðal annars hlaut Edduverðlaunin 2012.

Sjá nánar hér: CANNES: Iceland’s RVK Studios to Develop Thriller ‘Mules’ (EXCLUSIVE) | Variety.

Sjá stiklu fyrir Skaða hér:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR