Hallgrímur Helgason er yfir sig hrifinn af Vonarstræti Baldvins Z, en almennar sýningar á henni hefjast á föstudag.
Hallgrímur, sem skrifar á Herðubreið, segir meðal annars:
Eins og títt er eftir góða listneyslu sat maður hálf lamaður í sætinu að lokinni sýningu á meðan fólkið ruddist út í raunveruleikann, svona líka óþolinmótt að komast burt úr paradís listarinnar og heim í sitt hvítveggjaða hversdagshelvíti (aldrei skilið þennan æðibunugang) og keyrði síðan hálf skekinn heim, ólöglega hægt, hugsandi fallega til þessarar ungu hæfileikakynslóðar sem virðist geta allt í mynd og tónum og stendur sjálfsagt á öxlum einhverra en er að uppfylla óskir og drauma sem kraumað hafa í hérlendum listakreðsum áratugum saman.
Það er eitthvað nýtt hér á ferð, einhver áður ókunn gæði. Ef Frikki Þór sá um þöglumyndatímabilið í íslenskri kvikmyndagerð og Balti gerði fyrstu talmyndirnar líður manni eins og hér séu nú að verða til fyrstu litmyndirnar. Allavega… Með Vonarstræti tekur kvikmyndagerðin okkar skrefið upp á danska planið.
Sjá pistil Hallgríms hér: Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd. Hver er þessi Baldvin Z? : Herðubreið.