Óveðursský í kvikmyndabransanum

Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus ræðir við Kjarnann um verkefnin framundan, hina erfiðu stöðu sem við blasir í kvikmyndagreininni sökum niðurskurðar og hið mikla fall í aðsókn sem íslenskar myndir máttu sæta á síðasta ári.

Hún segir meðal annars í því sambandi:

„Það getur tekið nokkur ár að þróa kvikmynd en það er ekki auðvelt því hér á landi er ekki í boði svo þolinmótt fjármagn. Það er síðan Kvikmyndasjóðurinn sem hefur lokaorðið hér á landi um hvaða verkefni fara í framleiðslu. Það er ekki auðvelt að sjá fyrir fram hvaða kvikmyndahandrit er líklegt til að ná til fjöldans en mér virðist að þeir sem ákvörðunarvaldið hafa hjá Kvikmyndasjóði velji frekar verk efni sem eru líkleg til að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðum. Slíkar myndir eru ekki endilega líklegar til vinsælda hjá hinum almenna bíógesti.“

Viðtalið í heild má sjá með því að smella á myndina hér að neðan:

Lilja-Ósk-Pegasus--kjarninn-09_01_2014-1

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR