spot_img

Níu dagar eftir af Örvarpinu

örvarpiðÖrvarpið, örmyndahátíð RÚV á netinu, hefur verið í gangi síðan í haust og sýnt 11 myndir hingað til. 50 myndir hafa verið sendar inn og segja aðstandendur það framar öllum vonum. Næstsíðasta frumsýning verður á fimmtudag og sú seinasta viku síðar. Enn er tækifæri til að senda inn myndir.

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Myndin má ekki vera lengri en 5 mínútur. Öllum er velkomið að taka þátt í hátíðinni. Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á vefnum. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á örmyndahátíðinni Örvarpið í Bíó Paradís, sem haldin verður eftir áramót. Völdum verkum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR