Íslenskar kvikmyndir verða ríkjandi í Bíótekinu sunnudaginn 14. desember. Fyrst kvikmyndir Magnúsar Jóhannssonar, þá endurhljóðsett útgáfa af fyrstu íslensku talmyndinni, Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson og loks nýuppgert eintak af Óðali feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson.