Almennar sýningar á Z for Zachariah, sem framleidd er af Sigurjóni Sighvatssyni, Þóri Snæ Sigurjónssyni og Skúla Malmquist og leikstýrt af Craig Zobel, hefjast í dag fimmtudag í Bandaríkjunum. Fjölmargir miðlar hafa fjallað um myndina og fær hún gegnumsneytt jákvæð viðbrögð. Með helstu hlutverk fara Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine.
Þær streyma inn stiklurnar og nú er það Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir, Tobey Maguire og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt fleirum. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á síðustu Sundance hátíð en verður frumsýnd 21. ágúst. Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine fara með aðalhlutverkin, Craig Zobel leikstýrir.
Z for Zachariah í leikstjórn Craig Zobel var frumsýnd á Sundance hátíðinni um helgina og fjöldi gagnrýnenda hefur þegar tjáð sig um myndina. Viðbrögð eru mismunandi en fleiri eru ánægðir með myndina en ekki.
Bandarísku dreififyrirtækin Lionsgate og Roadside Attractions munu dreifa kvikmyndinni Z for Zachariah sem Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum framleiða í samvinnu við Tobey Maguire, Sigurjón Sighvatsson og fleiri aðila. Myndin verður frumsýnd á Sundance hátíðinni í lok janúar.
IndieWire var rétt í þessu að greina frá því hvaða 16 myndir taki þátt í keppnisflokknum US Dramatic Competition á Sundance hátíðinni sem fram fer í janúar næstkomandi. Z for Zachariah sem framleidd er af Zik Zak kvikmyndum er þar á meðal.
IndieWire birtir óskalista yfir 31 mynd sem þau vilja sjá á Sundance 2015 (vegna 31 árs afmælis hátíðarinnar). Meðal myndanna er Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða. Myndin er í leikstjórn Craig Zobel og með aðalhutverkin fara Margot Robbie, Chris Pine og Chiwetel Ejiofor.
Hin 23 ára Margot Robbie, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese, mun fara með aðalhlutverkið í Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Tobey Maguire.
Chris Pine, Amanda Seyfried og Chewitel Ejiofor fara með aðalhlutverkin en framleiðendur eru Zik Zak kvikmyndir, Palomar Pictures (Sigurjón Sighvatsson) og framleiðslufyrirtæki Tobey Maguire, Material Pictures.