Netflix frumsýnd á föstudag nýja franska spennuseríu, Gone for Good. Tómas Lemarquis fer með stór hlutverk í þáttunum. RÚV ræddi við hann af þessu tilefni.
Um þessar mundir má sjá nokkurn hóp íslenskra leikara bregða fyrir í alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkum. Í sjálfu sér ekkert nýtt nema hvað þeir eru óvenju margir þessa dagana. Þarna eru Tómas Lemarquis, Ólafur Darri Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, María Birta Bjarnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Tómas Lemarquis fer með aðalhlutverkið í rúmensku kvikmyndinni Touch Me Not, sem vakið hefur mikla athygli á Berlínarhátíðinni og hlaut í gærkvöldi Gullbjörninn sem besta myndin. Hulda Rós Guðnadóttir kvikmyndagerðarkona ræddi við hann fyrir Fréttablaðið og birtist viðtalið á laugardag, rétt áður en úrslit lágu fyrir.
Tökur á Mihkel, fyrstu bíómynd Ara Alexanders, hefjast í dag. Myndin byggir lauslega á líkfundarmálinu svokallaða frá 2004. Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðarson fara með helstu hlutverk.
Tómas Lemarquis leikur Caliban í nýjustu X-Men myndinni, X Men: Apocalypse. Tökum hans lauk fyrir nokkrum vikum en myndin kemur út á næsta ári. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Olivia Munn og James McAvoy fara með helstu hlutverkin í myndinni en leikstjóri er Bryan Singer.
Tómas Lemarquis fer með hlutverk hryðjuverkamannsins Albínóans í hasarmyndinni 3 Days to Kill sem frumsýnd var um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndinni, sem er í öðru sæti aðsóknarlistans vestra eftir helgina, er leikstýrt af McG og framleidd af Luc Besson. Með helstu hlutverk fara Kevin Costner, Hailee Steinfeld, Connie Nielsen og Amber Heard.