Nína Richter fjallar um finnsku myndina Tom of Finland sem sýnd er á RIFF og segir hana slípaða og áferðarfallega og á köflum hálfgerða harmsögu í fallegum umbúðum.
Tom of Finland eftir Dome Karukoski hefur verið valin framlag Finna til Óskarsverðlaunanna. Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur myndarinnar. Þá semur Hildur Guðnadóttir tónlist myndarinnar og Þorsteinn Bachmann fer með eitt hlutverkanna.
Hjartasteinn (íslensk/dönsk samframleiðsla), Tom of Finland (meðframleidd af Ingvari Þórðarsyni) og heimildamyndin La Chana (spænsk/íslensk samframleiðsla) eru meðal þeirra 66 kvikmynda sem taka þátt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tilkynnt verður um tilnefningar þann 4. nóvember en verðlaunin verða veitt í Berlín þann 9. desember.
Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.
Screen birtir lista yfir 19 evrópskar myndir sem sagðar eru freista hátíða á árinu. Þeirra á meðal er væntanleg mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu og einnig finnska myndin Tom of Finland þar sem Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.
Þorsteinn Bachmann leikur bandarískan klámmyndakóng í kvikmynd Dome Karukoski, Tom of Finland, þar sem Ingvar Þórðarson er meðal framleiðenda. Í viðtali við Gay Iceland segir Þorsteinn meðal annars frá því hvernig það kom til að hann fékk hlutverkið.
Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur á nýjustu mynd finnska leikstjórans Dome Karukoski, Tom of Finland. Ingvar var einnig meðframleiðandi síðustu myndar Karukoski, The Grump, ásamt Júlíusi Kemp.