Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Undir trénu heldur áfram að gera það gott í kvikmyndahúsum en nú hafa 26 þúsund manns séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í öðru sæti aðsóknarlistans.
Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar á vefinn Knúz um Skjól og skart Ásdísar Thoroddsen og segir hana skemmtilega gerða og tilgerðarlitla mynd um afmarkað en afar margrætt efni.
Skjól og skart er ný heimildamynd eftir Ásdísi Thoroddsen um íslenska þjóðbúninga og handverkið og menninguna sem tengist þeim. Sýningar hefjast í Bíó Paradís þann 14. september.
Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.