Gunnar Theódór Eggertsson kvikmyndarýnir Lestarinnar fjallar um þrjár heimildamyndir sem sýndar voru á Skjaldborg, Aftur heim?, Hálfan álf og Góða hirðinn.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.
Heimildamynd Kristínar Andreu Þórðardóttur, Er ást, um ástarsamband Helenu Jónsdóttur og Þorvalds Þorsteinssonar og vinnu Helenu við að koma listrænni arfleifð Þorvalds í örugga höfn og halda áfram eftir ótímabært andlát hans, verður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í kvöld. Fréttablaðið ræddi við hana um myndina.
Bíó Paradís opnar á ný í kvöld eftir töluverðar endurbætur en bíóið hefur verið lokað síðan í mars. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður í bíóinu yfir helgina ásamt fleiru.
Skjaldborgarhátíðin, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina síðustu, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar helgina 18.-20. september.
Skjaldborgarhátíðinni hefur verið aflýst í ljósi hertra samkomutakmarkana sem kynntar voru í dag. Hátíðin átti upphaflega að fara fram um hvítasunnuhelgina eins og ávallt en var frestað til verslunarmannahelgarinnar, 31. júlí til 3. ágúst, vegna faraldursins.
Upplýsingar um myndirnar sem sýndar verða á Skjaldborgarhátíðinni eru komnar á vef hátíðarinnar. Alls eru 14 myndir á dagskrá auk sjö verka í vinnslu. Þá verða sýndar þrjár myndir eftir heiðursgestinn, Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Hátíðin fer fram dagana 31. júlí til 3. ágúst á Patreksfirði.
Tilkynnt hefur verið um þær heimildamyndir sem taka þátt í Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda, en hátíðin verður haldin um verslunarmannahelgina á Patreksfirði dagana 31. júlí - 3. ágúst.
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um verslunarmannahelgina á Patreksfirði dagana 31. júlí - 3. ágúst 2020. Hægt er að sækja um fyrir Íslandsfrumsýningu á heimildamyndum í hvaða lengd sem er eða kynningu á verki í vinnslu.
Í ljósi farsóttarinnar sem nú geysar hefur verið ákveðið að fresta Skjaldborgarhátíðinni í ár til verslunarmannahelgarinnar, en hún hefur ávallt farið fram um hvítasunnuna.