Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV í gær, sunnudag, að RÚV gæti aukið tekjur sínar þrátt fyrir lækkun útvarpsgjalds og nefndi þar aukna sölu auglýsinga í tengslum við þá leiknu þáttaraðir sem gerðar yrðu vegna sérframlagsins svokallaða sem og tekjur af sölu slíkra þáttaraða til Norðurlanda, Þýskalands og fleiri landa. Hvorutveggja lýsir miklum skilningsskorti og óhjákvæmilegt að spyrja hvort enginn sem þekki til hafi aðgang að eyra ráðherrans.
Af einhverjum ástæðum bólar enn ekkert á svokallaðri sóknaráætlun skapandi greina sem forsætisráðherra kynnti í síðasta áramótaávarpi að kæmi fram á árinu. Ásgrímur Sverrisson rifjar upp ummæli forsætisráðherra og menntamálaráðherra um þetta mál.
Forsætisráðherra sýnir töluverð tilþrif í skapandi meðhöndlun sannleikans þegar hann lætur útúr sér að í raun sé verið að auka framlög til kvikmyndagerðar með nýjum fjárlögum, raunar svo mjög að hvítt verður svart og svart verður hvítt.
Sigmundur Davíð segir að í raun sé verið að auka framlög meðal annars til kvikmyndagerðar. Kallar fjárfestingaráætlun síðustu stjórnar "kosningaplagg."
Kvikmyndabransinn hjó sérstaklega eftir orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósi RÚV þann 11. september s.l. þegar hann sagði, aðspurður um hugsanlegan niðurskurð í menningarmálum:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáði sig um mögulegan niðurskurð til kvikmyndagerðar og RÚV í Kastljósviðtali þann 11. september s.l. Hér er sá hluti viðtalsins sem...