Jón Atli Jónasson handritshöfundur er meðal fjölda kollega sem kynna nýjar þáttaraðir fyrir framleiðendum og dreifingaraðilum á Series Mania kaupstefnunni sem fram fer í Lille í Frakklandi 18.-25. mars. Verkefni Jóns Atla kallast Island of Youth.
Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Maríu Reyndal var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania hátíðinni í Lille í Frakklandi í kvöld.
Þáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, verður heimsfrumsýnd á Series Mania hátíðinni sem fram fer í Lille í Frakklandi 20.-28. mars. Hátíðin er tileinkuð sjónvarpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.
Sagafilm Nordic, sem staðsett er í Stokkhólmi og stýrt af Kjartani Þór Þórðarsyni, tekur þátt í fjármögnun tveggja norrænna þáttaraða sem nú er í undirbúningi. Þetta eru annarsvegar Cold Courage sem kynnt var á nýlokinni MIPTV messunni og norræna streymisveitan Viaplay mun sýna - og hinsvegar finnska serían Layla sem kynnt verður á Series Mania fjármögnunarmessunni í Lille í Frakklandi í byrjun maí.