Sagafilm Nordic, sem staðsett er í Stokkhólmi og stýrt af Kjartani Þór Þórðarsyni, tekur þátt í fjármögnun tveggja norrænna þáttaraða sem nú er í undirbúningi. Þetta eru annarsvegar Cold Courage sem kynnt var á nýlokinni MIPTV messunni og norræna streymisveitan Viaplay mun sýna - og hinsvegar finnska serían Layla sem kynnt verður á Series Mania fjármögnunarmessunni í Lille í Frakklandi í byrjun maí.
Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.
Réttur 3 (Case) í leikstjórn Baldvins Z og eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar, er nú fáanleg á Netflix í Bandaríkjunum og Skandinavíu. Vefurinn Eurodrama skrifar umsögn um þættina og segir þá sennilega merkasta framlag til norræna spennuþáttaformsins síðan Brúin kom út.
Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic ræddi nýlega við Drama Quarterly um þá ákvörðun fyrirtækisins að setja upp starfsstöð í Stokkhólmi, stöðuna í norrænu sjónvarpsefni og verkefnin framundan hjá fyrirtækinu.
Kjartan Þór Þórðarson er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins í tilefni stofnunar Sagafilm Nordic í Stokkhólmi á síðasta ári. Kjartan segir stefnuna vera að stækka markaðinn með samstarfi við alþjóðlega framleiðendur.
Norðurlöndin þurfa að auka framboð á dreifingarleiðum fyrir leikið sjónvarpsefni til að mæta betur auknu framboði á slíku efni sem framleitt er í miklum mæli á svæðinu og á háum standard. Þetta kom fram á ráðstefnunni TV Drama Vision sem fram fer á yfirstandandi Gautaborgarhátíð.