Böðvar Bjarki Pétursson, formaður stjórnar Icelandic Film School og fyrrum eigandi Kvikmyndaskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tilkynninga
rafiðnaðarmanna um starfrækslu skólahalds undir heitinu Kvikmyndaskóli Íslands.
Nám við Kvikmyndaskóla Íslands heldur áfram í haust. Mennta- og barnamálaráðuneytið hafi lýst yfir vilja til að veita skólanum fjármagn. Þá hefur menntasjóður námsmanna einnig staðfest lánshæfi skólans.
Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Vísir greinir frá.
Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Þetta kemur fram á Vísi.
Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar.
Rafmennt, iðnmenntunarstofnun í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands og fleirri aðila, vill taka við nemendum Kvikmyndaskólans og hvetur menntamálaráðuneytið til að taka upp viðræður þar að lútandi.