Tónlist úr þáttaröðunum Svörtu sandar og Vitjanir er komin á streymisveitur. Pétur Jónsson semur tónlist fyrir fyrrnefndu seríuna en Ragnar Ólafsson fyrir þá síðarnefndu.
Tónsporið úr sjónvarpsþáttaröðinni Rétti, sem sýnd var á Stöð 2 í lok síðasta árs, hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt í gegnum allar helstu alþjóðlegu stafrænu veitur eins og Spotify, iTunes og Amazon. Þættirnir, sem voru samtals 9 talsins, voru framleiddir af Sagafilm í leikstjórn Baldvins Z.
Stemmningsmyndin Iceland Aurora er væntanleg í sumar en á bakvið hana standa kvikmyndagerðarmennirnir Snorri Þór Tryggvason, Arnþór Tryggvason og Pétur K. Guðmundsson.
Pétur Jónsson hjá tónlistar- og hljóðvinnslufyrirtækinu Medialux ræðir um stöðu smáfyrirtækja á Íslandi og ennfremur um starfsemi fyrirtækis síns í fróðlegu spjalli á Bylgjunni.