HeimEfnisorðÓskarsverðlaunin 2021

Óskarsverðlaunin 2021

Óvenju margar Íslandstengingar í Óskarnum í ár

Óskarsverðlaunin verða afhent annað kvöld og mun RÚV sýna frá útsendingunni sem hefst kl. 22:30 og stendur langt fram á nótt. Óvenju margir Íslendingar eru ýmist tilnefndir eða tengjast náið tilnefningum í ár.

TENET og THE MIDNIGHT SKY tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd og sjónrænar brellur, fjöldi Íslendinga kom að þessum verkum

Tenet eftir Christopher Nolan hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd í ár og The Midnight Sky eftir George Clooney er einnig tilnefnd fyrir sjónrænar brellur. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna kom að þessum verkum.

Teiknimyndin JÁ-FÓLKIÐ eftir Gísla Darra Halldórsson á stuttlista til Óskarsverðlauna

Teiknimyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á stuttlista Bandarísku kvikmyndaakademíunnar yfir stuttar teiknimyndir sem til greina koma vegna Óskarsverðlauna.

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR