„Það vita það allir á Norðurlöndunum að Ísland hefur ekki jafn mikið fjármagn í heimildarmyndagerð,“ segir Hanna Björk Valsdóttir í viðtali við Víðsjá á Rás 1. Hún hlaut á dögunum aðalverðlaun framleiðenda á Nordisk Panorama.
O (Hringur), stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, var valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama 2025. Þá hlaut Hanna Björk Valsdóttir framleiðendaverðlaunin Nordic Documentary Producer Award. Tilkynnt var um verðlaunin við lokaathöfn hátíðarinnar í gær.