Þær fréttir voru að berast að Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hefði fengið verðlaun Europa Cinemas, verðlaun ungmennadómefndar og sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd kirkjunnar á Locarno hátíðinni. Fyrr í dag var Elliott Crosset Hove valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.
"Sumt í úrvinnslu og leik er afar sannfærandi, en þunn frásögn og vandræðalegir hugarflugskaflar gera það að verkum að myndin verður ekki að sterkri heild," segir Allan Hunter hjá Screen um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. Hann spáir því að myndin muni vekja áhuga þeirra hátíða sem leggja áherslu á nýtt hæfileikafólk.
Jessica Kiang skrifar í Variety um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir hana einstaklega frumlega og gefa góð fyrirheit, auk þess að skera sig frá öðrum nýlegum norrænum myndum með sínu sérstæða andrúmslofti.
John Bleasdale skrifar á vefinn Cinevue um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar, nú á Locarno hátíðinni. Bleasdale segir myndina djarfa, kalda og dimma með slettum af húmor inná milli en nokkuð vanti uppá söguna.
Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni. Hann segir myndina sterka frumraun sem sé bæði myndrænt og frásagnarlega einstök.
Stikla Vetrarbræða (Vinterbrödre) fyrstu bíómyndar Hlyns Pálmasonar, hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Myndin, sem er dönsk/íslensk framleiðsla, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno í dag.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.