Endurgreiðsla ríkisins á kostnaði sem fellur til við erlend kvikmyndaverkefni hér á landi þyrfti að vera hærri, að mati Leifs B. Dagfinnssonar stjórnarformanns True North. Rætt var við hann í Morgunútvarpi Rásar 2.
Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Leif Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North um framtíðarplön fyrirtækisins, sem hefur margt á prjónunum.
Hækkun verðlags á Íslandi er orðin áhyggjuefni fyrir íslenska kvikmyndagerð. Með sama áframhaldi gæti þróunin haft áhrif á útfærslu alþjóðlegra kvikmyndaverkefna á Íslandi og jafnvel dregið úr umfangi þeirra. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður Truenorth, í Morgunblaðinu í dag.
Bandaríska sendiráðið hefur sent frá sér myndband þar sem fjallað er um þá íslensku kvikmyndagerðarmenn sem tóku þátt í nýafstöðnum American Film Market. Meðal þátttakenda sem koma fram í myndbandinu eru Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North, Konstantín Mikaelsson hjá Senu og Erlingur Jack Guðmundsson hjá Og Films.
True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.
Síðdegis í gær veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Að auki hlaut Magnús Scheving, hugmyndasmiður Latabæjar, heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grund.