HeimEfnisorðKona fer í stríð (A Woman at War)

Kona fer í stríð (A Woman at War)

„Kona fer í stríð“ fær 6 milljóna kynningarfé frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að veita kvikmyndinni Kona fer í stríð sex milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til kynningarmála í kringum þátttöku myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. RÚV greinir frá.

Benedikt bjargar heiminum

Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Benedikt Erlingsson í tilefni þess að mynd hans Kona fer í stríð er frumsýnd á Critic's Week í Cannes.

„Kona fer í stríð og „Arctic“ meðal áhugaverðustu myndanna á Cannes að mati Screen

Screen International fjallar um 20 áhugaverðustu myndirnar á Cannes að mati miðilsins. Meðal þeirra eru Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, sem tekur þátt í Critics‘ Week hliðardagskrá hátíðarinnar og Arctic, íslensk minnihlutaframleiðsla meðframleidd af Pegasus, sem er sýnd á miðnætursýningum sem hluti af opinberu vali hátíðarinnar.

[Stikla] „Kona fer í stríð“

Stikla kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið opinberuð. Myndin verður frumsýnd í Critic's Week flokknum á Cannes hátíðinni þann 12. maí en hér á landi þann 22. maí.

„Kona fer í stríð“ valin á Critic’s Week í Cannes

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið valin til keppni í Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fram fer í maí. Þetta var tilkynnt í morgun.

Screen nefnir fjórar væntanlegar íslenskar myndir sem freista munu hátíða á árinu

Screen fjallar um 15 norrænar myndir sem fagritið telur að stjórnendur kvikmyndahátíða muni slást um á árinu. Þar af eru fjórar íslenskar: Vargur eftir Börk Sigþórsson, Mihkel eftir Ara Alexander, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur.

„Fjallkona fer í stríð“ fær 17 milljónir frá Norræna sjóðnum

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.

Tveir franskir sjóðir styrkja nýja mynd Benedikts Erlingssonar

Í dag var tilkynnt að Fondation gan pour le cinéma, frönsk stofnun sem styrkir listrænar kvikmyndir, hefði ákveðið að styðja nýtt verkefni Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð (A Woman at War). Fyrir skemmstu var opinberað að CNC, kvikmyndasjóður Frakklands, hefði veitt fé til myndarinnar úr sérstökum sjóði til styrktar alþjóðlegri kvikmyndagerð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR