Stikla þáttaraðarinnar þáttunum Svo lengi sem við lifum er komin út. Þættirnir, sem koma allir á Stöð 2+ 8. október, eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir og Glassriver framleiðir.
Katrín Björgvinsdóttir leikstjóri og Mie Skjoldemose handritshöfundur hlutu sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Nordic Talents í gær fyrir hugmynd sína að sjónvarpsþáttaröð sem kallast Dronning Ingrid, en þær höfðu áður gert stuttmynd með sama nafni sem var útskriftarverkefni þeirra frá Danska kvikmyndaskólanum.
Katrín Björgvinsdóttir útskrifaðist úr leikstjórnarnámi frá Danska kvikmyndaskólanum í vor og frumsýnir lokamynd sína, Dronning Ingrid, í Bíó Paradís á föstudag.
Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir um bestu heimildamyndina á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem þrír nýliðar; Þórður Pálsson, Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar Brothers, I Can't Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen um titilinn Besta nýja norræna röddin.