HeimEfnisorðHulda Rós Guðnadóttir

Hulda Rós Guðnadóttir

Hulda lagði Reykjavíkurborg en sigurinn var ljúfsár

Hulda Rós Guðnadóttir, listakona, kvikmyndagerðakona og hönnuður, hafði betur í máli sínu gegn Reykjavíkurborg í máli sem varðaði skaðabætur fyrir heimildarlausa notkun borgarinnar á myndefni úr kvikmyndinni Keep Frozen á Sjóminjasafni Reykjavíkur.

Meðlimur í valnefnd lýsir yfir vantrausti á stjórn ÍKSA

Hulda Rós Guðnadóttir kvikmyndagerðarkona (Keep Frozen) og einn valnefndarmeðlima vegna tilnefninga til Edduverðlauna, birti á dögunum yfirlýsingu á Facebook síðu sinni sem og bréf til stjórnar ÍKSA, þar sem hún gagnrýnir þá ákvörðun stjórnarinnar að fella niður Edduverðlaunatilnefningu til heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður. Hulda segist meðal annars íhuga að sniðganga hátíðina fái hún ekki útskýringar á því hvers vegna myndin var fjarlægð úr tilnefningum. Myndin var frumsýnd 2017, en aðeins má tilnefna myndir sem frumsýndar voru 2018 samkvæmt starfsreglum Eddunnar.

Fjórar íslenskar myndir á Nordisk Panorama

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir um bestu heimildamyndina á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem þrír nýliðar; Þórður Pálsson, Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar Brothers, I Can't Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen um titilinn Besta nýja norræna röddin.

Alvarpið um „Keep Frozen“: Þetta gæti gerst út í geimi

Hlaðvarpsþátturinn Popp og fólk á Alvarpinu fjallar um Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur og gefur henni afar jákvæða umsögn. Myndin er nú í sýningum í Bíó Paradís en þeim lýkur 1. júní.

Reykjavik Grapevine um „Keep Frozen“: Taktur vinnunnar

Marck Asch hjá Reykjavik Grapevine skrifar um Keep Frozen, heimildamynd Huldu Rósar Guðnadóttur, sem nú er í sýningum í Bíó Paradís. Asch segir hana leggja áherslu á takt vinnunnar með því að einbeita sér að hinum reglubundnu hreyfingum manna og véla.

„Keep Frozen“ vinnur á Skjaldborg

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem þær Hulda og Helga hljóta þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir Kjötborg 2008.

„Keep Frozen“ heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss

Keep Frozen, heimildamynd Huldu Rósar Guðnadóttur, verður heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss sem fram fer dagana 15.-23. apríl næstkomandi. Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðir myndina fyrir Skarkala.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR