HeimEfnisorðHera Hilmarsdóttir

Hera Hilmarsdóttir

Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni REYKJAVÍK FUSION

Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.

Ingvar E. og Hera með helstu hlutverk í „Sjálfstæðu fólki“ Baltasars

Ingvar E. Sigurðsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkin í fyrirhugaðri kvikmynd og þáttaröð Baltasars Kormáks þar sem byggt er á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tökur eru fyrirhugaðar undir lok næsta árs eða í byrjun þess þar næsta.

Heimildamynd um gerð „Eiðsins“

RÚV sýndi í gærkvöldi heimildaþátt um undirbúning og tilurð Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Í myndinni er fylgst er með tökum og rætt við helstu aðstandendur og leikara.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Tökur standa yfir á „Eiðinum“

Tökur hafa staðið yfir að undanförnu á bíómynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Baltasar fer sjálfur með aðalhlutverkið en Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson eru einnig í stórum hlutverkum.

Gagnrýnandi sænska sjónvarpsins hrósar „Vonarstræti“

Einn kunnasti gagnrýnandi Svía Fredrik Sahlin, sem um árabil hefur fjallað um kvikmyndir hjá SVT (sænska ríkissjónvarpinu), segir Vonarstræti "perluna í stórmyndamyrkri sumarsins." Sýningar á myndinni hófust í dag í sænskum bíóum.

Hera Hilmarsdóttir er Rísandi stjarna

Hera Hilmarsdóttir leikkona hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2015. Árlega velja European Film Promotion (EFP) samtökin 10 unga og efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem vakið hafa sérstaka athygli og kynnir þá sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni.

Fyrsta sýnishorn af „Vonarstræti“ er hér

Vonarstræti eftir Baldvin Z er væntanleg á þessu ári. Myndin gerist 2006 og segir af lífi þriggja ólíkra persóna hvers líf skarast á "góðæristímanum".
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR