"Áhorfendur bíða svo alla myndina eftir því að flett sé af dulúðinni en það er aldrei gert. Í staðinn sitja þeir eftir jafn undrandi og í byrjun myndarinnar af því að of margir lausir þræðir eru skildir eftir til túlkunar," skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur.
Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 segir um Natatorium Helenu Stefánsdóttur að henni takist að halda athygli áhorfenda þrátt fyrir ákveðna vankanta á handritinu.
"Með aðeins þrjár stuttmyndir að baki hefur Helena Stefánsdóttir gert glæsilega fyrstu bíómynd, með frábærum leikhópi og sterku teymi bakvið myndavélina", skrifar Sheri Linden í Hollywood Reporter um Natatorium sem sýnd er á Kvikmyndahátíðinni í Rotterdam.
Sálfræðitryllirinn Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur verður frumsýnd á Íslandi 23. febrúar. Heimsfrumsýning verður í lok janúar á Rotterdam hátíðinni.
Kvikmynd Helenar Stefáns Magneudóttur, Natatorium, verður heimsfrumsýnd á IFFR – alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, sem fram fer 25. janúar - 4. febrúar 2024. Myndin verður sýnd í flokknum Bright Futures, þar sem kastljósinu er beint að frumraunum leikstjóra í fullri lengd.
Helena Harsita Þingholt leikstýra leggur orð í belg um kynjakvóta i kvikmyndagerð og er ómyrk í máli. Hún gagnrýnir harðlega ríkjandi fyrirkomulag þar sem að hennar sögn konum er meinaður aðgangur að hlaðborðinu og bætir við: "Ég vil að 12 ára dóttir mín og vinkonur hennar og vinir geti farið í bíó og séð eitthvað annað en myndir eftir karla, um karla, leikstýrðar af körlum."