spot_img
HeimEfnisorðHækkum rána

Hækkum rána

Svona voru myndirnar á Skjaldborg 2022

Fimmtánda Skjaldborgarhátíðin fór fram um hvítasunnuhelgina, 3.-6. júní og urðu fagnaðarfundir á Patreksfirði, enda hátíðin verið í lággír undanfarin tvö ár vegna Covid. Sýndar voru 13 myndir, þar af þrjár frá fyrra ári, auk ýmissa annarra uppákoma. En hvernig voru þær? Ásgrímur Sverrisson ræðir þær sem hann sá.

HÆKKUM RÁNA verðlaunuð á Berlinale

Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut í gærkvöld verðlaun Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna (European Children's Film Association) sem veitt eru í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina sem nú stendur yfir.

Konur keyra áfram grósku í heimildamyndum

"Það er skemmtilegt að svo virðist sem hópur öflugra kvenna keyri áfram heimildamyndasenuna hér á Íslandi," segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands meðal annars í samtali við Business Doc Europe.

Morgunblaðið um HÆKKUM RÁNA: Sjón er sögu ríkari

Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.

[Stikla] Heimildamyndin HÆKKUM RÁNA komin í sýningar

Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.

Þessi verk eru væntanleg 2021

Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR