HeimEfnisorðFlateyjargáta

Flateyjargáta

„Flateyjargátan“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Þáttaröðin Flateyjargátan, sem framleidd er af Reykjavík Films og Sagafilm, er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa fyrir besta leikna sjónvarpsefnið.

Margrét Örnólfsdóttir tilnefnd til handritsverðlauna fyrir „Flateyjargátuna“

Margrét Örnólfsdóttir hef­ur verið til­nefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta hand­ritið í flokki sjón­varpsþátt­araða á Norður­lönd­um.

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ í loftið á RÚV

Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.

„Héraðið“ og „Flateyjargáta“ fá stuðning Norræna sjóðsins

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.

Sky Vision selur „Flateyjargátu“ á alheimsvísu

Sky Vision, dreifingararmur Sky, mun taka að sér sölu á þáttaröðinni Flateyjargátu á alþjóðavísu. Sagafilm og Reykjavík Films framleiða þættina fyrir RÚV og hinar norrænu sjónvarpsstöðvarnar. Björn B. Björnsson leikstýrir og Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit, sem byggt er á samnefndri skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar.

Sagafilm kynnir „Stellu Blómkvist“ og fjölda annarra verkefna á MIPCOM

MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.

„Flateyjargátu“ frestað um ár

Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði.

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum

Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR