Þáttaröðin Flateyjargátan, sem framleidd er af Reykjavík Films og Sagafilm, er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa fyrir besta leikna sjónvarpsefnið.
Margrét Örnólfsdóttir hefur verið tilnefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta handritið í flokki sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndum.
Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.
Deadline fjallar um áhugaverðar alþjóðlegar þáttaraðir sem birtast munu á árinu og vert er að hafa auga á. Flateyjargáta, sem Sagafilm framleiðir, er ein þeirra.
Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.
Sky Vision, dreifingararmur Sky, mun taka að sér sölu á þáttaröðinni Flateyjargátu á alþjóðavísu. Sagafilm og Reykjavík Films framleiða þættina fyrir RÚV og hinar norrænu sjónvarpsstöðvarnar. Björn B. Björnsson leikstýrir og Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit, sem byggt er á samnefndri skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar.
MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.
Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.