Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.
Tvö íslensk verkefni, Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hlutu styrk frá Eurimages á dögunum, sú fyrrnefnda um 44,5 milljónir króna en sú síðarnefnda um 56,2 milljónir króna.
Dýrið (Lamb) í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut á dögunum 52 milljóna króna (€380,000) styrk frá Eurimages. Verkefnið er samframleiðsla með Svíum og Pólverjum. Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru aðalframleiðendur.
Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma, hlaut sérstaka viðurkenningu frá Eurimages fyrir verk í vinnslu á New Nordic Films markaðnum á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi í lok ágúst.
Eurimages veitti á dögunum 29 evrópskum samframleiðsluverkefnum styrki sem nema alls 7,239,000 evrum eða tæpum milljarði króna. Bíómyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar hlaut styrk uppá 213,000 evrur eða um 30 milljónir króna.
Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur fengið 47,5 milljóna króna styrk frá Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Myndin fer í tökur síðsumars.
Evrópskir stofnanir á borð við MEDIA áætlun Evrópusambandsins og Eurimages kvikmyndasjóð Evrópuráðsins hafa aldrei verið gjöfulli til íslenskra kvikmyndaverkefna en á síðasta ári.