HeimEfnisorðEngar stjörnur

Engar stjörnur

Sjón ræðir DÝRIÐ og THE NORTHMAN

Björn Þór Vilhjálmsson hjá Kvikmyndafræði Háskóla Íslands ræðir við Sjón um handrit hans að kvikmyndunum Dýrið og The Northman í hlaðvarpi Engra stjarna.

Benedikt Erlingsson ræðir um pólítíska róttækni og íslenska bíómenningu

Í Hlaðvarpi Engra stjarna, sem kvikmyndafræðin við Háskóla Íslands heldur úti, ræðir Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður kvikmyndafræðinnar við Benedikt Erlingsson um mynd hans, Kona fer í stríð, pólitíska róttækni og íslenska bíómenningu í víðum skilningi.

Engar stjörnur um „Hvítan, hvítan dag“: Varla ferskt né þarft viðfangsefni

Arína Vala Þórðardóttir hjá Engum stjörnum, gagnrýnendavef Kvikmyndafræði Háskóla Íslands, skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar og segir frásagnaraðferðina listilega en viðfangsefnið, karlmannskrísu, varla ferskt, áhugavert eða þarft árið 2019.

Engar stjörnur mæla með þessum fimm myndum á RIFF 2019

Engar stjörnur, gagnrýnendasveit kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær fimm kvikmyndir á RIFF sem hópurinn er spenntastur fyrir.

Engar stjörnur um „Svona fólk“: Mikilvæg söguskráning

"Með markvissari stefnu og skipulagðara upplýsingaflæði gæti Svona fólk verið meira fræðandi heimildarmynd," segir Sólveig Johnsen hjá Engum stjörnum um þessa heimildamynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur, en bætir við að "það sem stendur upp úr eru sögur viðmælendanna – sögur sem ættu að heyrast miklu oftar – og mikilvægt starf í þágu söguskráningar hinsegin samfélagsins á Íslandi."

Engar stjörnur um „Lof mér að falla“: Raunveruleg saga af raunverulegu fólki

"Þetta er ekki spennuþrungin frásögn heldur næm og grípandi umfjöllun um fíkla – sem hér eru venjulegar manneskjur með ástríður og drauma, ekki tölur á blaði eða hættulegir glæpamenn," segir Sólveig Johnsen hjá Engum stjörnum, kvikmyndaumfjöllun Kvikmyndafræðideildar HÍ um Lof mér að falla Baldvins Z.

Engar stjörnur um „Lóa“: Þétt og lifandi sögusvið

Vilhjálmur Ólafsson skrifar um Lóa - þú flýgur aldrei einn í Engar stjörnur, gagnrýnendasíðu Kvikmyndafræði Háskólans. Hann segir heimssköpun myndarinnar bæði frumlegri og skemmtilegri en í ýmsum öðrum teiknimyndum, en kvenpersónur myndarinnar hefðu mátt eiga stærri þátt í framvindunni.

Engar stjörnur mæla með RIFF myndum

Engar stjörnur, gagnrýnendalið kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær 5 kvikmyndir á RIFF sem hópurinn mælir með, og telur að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá meðan á kvikmyndahátíðinni stendur. Listinn er þannig samsettur að þær myndir sem flest atkvæði hlutu raðast efst en allar fá gæðastimpil Engra stjarna.

Engar stjörnur um „Ég man þig“: Gárað í yfirborð þjóðsagnahylsins

Katrín Vinther Reynisdóttir kvikmyndafræðinemi skrifar fyrir Engar stjörnur, gagnrýnendaverkefni Kvikmyndafræði Háskóla Íslands, um Ég man þig. Varað er við spilliefnum (spoilers) í umsögninni.

Engar stjörnur um „Snjó og Salóme“: Virkar en einungis rétt svo

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands hefur nú um nokkurra vikna skeið haldið úti reglulegum skrifum um kvikmyndir á Fésbókarsíðu sinni. Þar á meðal er efnisliðurinn Engar stjörnur þar sem nemendur kvikmyndafræðinnar gagnrýna kvikmyndir. Einn þeirra, Snævar Freyr, skrifar umsögn um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar og segir myndina kærkomna viðbót í íslenska kvikmyndaflóru, bendir á opnar dyr sem hefði mátt loka, grafinn hund og einstaka snilld.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR