HeimEfnisorðEddan

Eddan

Þessi hafa hlotið heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar

Á vef Eddunnar má nú skoða færslur um þau sem hlotið hafa heiðursverðlaun ÍKSA allt frá upphafi. Allt hefur þetta fólk átt einstakt framlag til íslenskra kvikmynda og sjónvarps.

Ný Edduverðlaun á næsta ári, opnað fyrir innsendingar

Opnað hefur verið fyrir innsendingar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á næstu Edduhátíð verða eingöngu kvikmyndir verðlaunaðar.  Gert er ráð fyrir að sjónvarpsverðlaun verði haldin haustið 2024.

ÍKSA auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra Eddunnar

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra ÍKSA og Eddunnar. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember.

Edduverðlaun veitt í skugga boðaðs niðurskurðar

Edduverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói. Rúm þrjú ár eru liðin síðan verðlaunin voru síðast veitt á opinberri samkomu. Ljóst er að hljóðið er þungt í kvikmyndabransanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og ekki ólíklegt að hátíðin muni bera þess merki. 

Frá stjórn ÍKSA: Það munar um að vera með!

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fjölmörgu sem starfa við kvikmyndagerð á Íslandi og eru ekki þegar félagar, eru hvattir til að sækja um aðild.

„Hjartasteinn“ með 16 tilnefningar til Edduverðlauna

Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar í dag. Hjartasteinn er með flestar tilnefningar, eða 16 talsins. Eiðurinn fær 13 tilnefningar. Þáttaröðin Ligeglad fær 3 tilnefningar og þáttaröðin Borgarstjórinn sömuleiðis.

365 miðlar dregur sig útúr Eddunni, stjórn ÍKSA leiðréttir rangfærslur Jóns Gnarr

365 miðlar hafa hætt þátttöku í Edduverðlaununum. Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segir í samtali við Kjarnann að ástæðan sé að RÚV hafi haft 70 prósent vægi í dómnefnd Edduverðlaunanna meðan 365 beri helming kostnaðar vegna veitingu þeirra og að 365 hefði lagt fram ýmsar tillögur um að auka vægi almennings í kjöri á verðlaunahöfum en þær tillögur hafi ekki hlotið brautargengi. Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að allt sem Jón nefnir sé rangt.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR