Á vef Eddunnar má nú skoða færslur um þau sem hlotið hafa heiðursverðlaun ÍKSA allt frá upphafi. Allt hefur þetta fólk átt einstakt framlag til íslenskra kvikmynda og sjónvarps.
Opnað hefur verið fyrir innsendingar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á næstu Edduhátíð verða eingöngu kvikmyndir verðlaunaðar. Gert er ráð fyrir að sjónvarpsverðlaun verði haldin haustið 2024.
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra ÍKSA og Eddunnar. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember.
Edduverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói. Rúm þrjú ár eru liðin síðan verðlaunin voru síðast veitt á opinberri samkomu. Ljóst er að hljóðið er þungt í kvikmyndabransanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og ekki ólíklegt að hátíðin muni bera þess merki.
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fjölmörgu sem starfa við kvikmyndagerð á Íslandi og eru ekki þegar félagar, eru hvattir til að sækja um aðild.
Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar í dag. Hjartasteinn er með flestar tilnefningar, eða 16 talsins. Eiðurinn fær 13 tilnefningar. Þáttaröðin Ligeglad fær 3 tilnefningar og þáttaröðin Borgarstjórinn sömuleiðis.
365 miðlar hafa hætt þátttöku í Edduverðlaununum. Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segir í samtali við Kjarnann að ástæðan sé að RÚV hafi haft 70 prósent vægi í dómnefnd Edduverðlaunanna meðan 365 beri helming kostnaðar vegna veitingu þeirra og að 365 hefði lagt fram ýmsar tillögur um að auka vægi almennings í kjöri á verðlaunahöfum en þær tillögur hafi ekki hlotið brautargengi. Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að allt sem Jón nefnir sé rangt.