Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur hinnar væntanlegu kvikmyndar Fúsi (Virgin Mountain) ræðir við Variety um myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni sem hófst s.l. fimmtudag.
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem fer fram 5. – 15. febrúar. Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og mun taka þátt í Berlinale Special Gala hluta hennar, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.