Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á Critics' Week, hliðardagskrá hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes. Verðlaunin eru kennd við Louis Roederer Foundation (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) og eru önnur aðalverðlaunanna á Critics' Week sem veitt eru fyrir mynd í fullri lengd.
Gagnrýnandi Hollywood Reporter er hrifinn af Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í dóminum segir að Hlynur sé áræðinn leikstjóri sem rétt sé að veita athygli.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar til um tíu landa. Myndin vekur gott umtal í Cannes.
Lisa Nesselson skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar í Screen, en myndin var frumsýnd á Cannes hátíðinni í gær. Hún segir hana meðal annars sjónrænt grípandi og áhrifamikla.
Hlynur Pálmason ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Hvítan, hvítan dag og væntanlega frumsýningu á Critics' Week í Cannes þann 16. maí.
Friðrik Þór Friðriksson stefnir á tökur á nýrri mynd sinni Drepum skáldið (Kill the Poet) á haustmánuðum. Myndin fjallar um forboðið samband skáldsins Steins Steinarrs og málarans Louisu Matthíasdóttur á fimmta áratug síðustu aldar.
Hvítur, hvítur dagur nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er í hópi þeirra sjö mynda sem valdar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, hliðardagskrá Cannes hátíðarinnar. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd er valin í Critics' Week, en í fyrra hlaut Kona fer í stríð fern verðlaun í þeim flokki. Cannes hátíðin fer fram dagana 15.-23. maí.