Afinn, kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, hlaut í gærkvöldi verðlaun á Tiburon International Film Festival í Kalíforníufylki í Bandaríkjunum fyrir bestu gamanmyndina.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Fréttablaðinu segir Afann kærkomna tilbreytingu "frá þeim íslensku myndum sem hafa verið gerðar síðustu ár. Myndin er hreinræktað skemmtiefni sem öll fjölskyldan ætti að geta hlegið að - og kannast við þær aðstæður sem afinn sjálfur lendir í."
Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu fjallar um Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar og segir myndina eiga erindi við alla og að hún ætti að geta skemmt flestum kostulega.
Sýningar hefjast 26. september á kvikmyndinni Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir eftir eigin handriti sem aftur byggir á samnefndu leikriti hans.
Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 25. september. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Steindi Jr. og Tinna Sverrisdóttir.
Tökur á kvikmyndinni Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar eru hafnar. Með titilhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Hér má sjá smá sýnishorn frá tökum.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.