Graeme Virtue, sjónvarpsrýnir The Guardian, fer lofsamlegum orðum um fyrstu átta þættina af Ófærð 2, en þáttaröðin er sýnd um þessar mundir á BBC Four.
Out of Thin Air, heimildamyndin um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, var sýnd á BBC Four í gærkvöldi. Breskir fjölmiðlar eru upp til hópa afar jákvæðir í garð myndarinnar.
Margt í Ófærð jafnast á við það sem best var gert í þáttum á borð við Brúna og Glæpinn, þótt efnistökin séu ef til vill hefðbundnari og kvenhlutverkin ekki jafn bitastæð, að mati breskra sjónvarpsgagnrýnenda sem fylgst hafa með þáttunum upp á síðkastið.
Breska dagblaðið The Daily Telegraph fjallar um fyrstu tvo þætti Ófærðar, en sýningar á þáttaröðinni hófust á BBC Four í gærkvöldi. Þættirnir fá fjórar stjörnur af fimm og eru sagðir fullkomnir til að þreyja kaldar vetrarnætur.
BBC Four mun sýna þáttaröðina Ófærð(Trapped) en rásin hefur lagt mikla áherslu á erlendar þáttaraðir á undanförnum árum. Norrænar þáttaraðir á borð við Borgen, Forbrydelsen og Broen hafa notið þar mikilla vinsælda.