HeimEfnisorðAlbatross

Albatross

Greining | Líf í „Webcam“ og „Hrútum“

Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í tíunda sæti eftir aðra sýningarhelgi en myndin fékk 841 gest í vikunni. Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram á góðu skriði eftir níundu sýningarhelgi.

Greining | „Hrútar“ komin yfir sextán þúsund gesti

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á fínu róli eftir sjöundu sýningarhelgi. Myndin er í sjöunda sæti aðsóknarlistans en 454 sáu myndina um helgina og alls 1.005 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 16.327 manns.

DV um „Albatross“: Náttúrukommúnistar og klósettbrandarar

Valur Gunnarsson gefur Albatross þrjár stjörnur í umsögn sinni í DV og segir meðal annars: "Allt er búið í haginn fyrir vel heppnaða sumargrínmynd og ná sumir þræðirnir að lifna við en aðrir ekki."

Greining | Yfir fimmtán þúsund á „Hrúta“

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á með ágætum að lokinni sjöttu sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti aðsóknarlistans en 409 sáu myndina um helgina og alls 1.211 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 15.277 manns.

Morgunblaðið um „Albatross“: Með eldmóðsins vilja að vopni

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins skrifar vinsamlega um Albatross Snævars S. Sölvasonar, segir einlæga framsetningu og eftirtektarvert fumleysi frásagnarinnar hrífandi.

Greining | „Albatross“ svífur af stað, áfram góður stígandi hjá „Hrútum“

Albatross í sjöunda sæti eftir frumsýningarhelgina og góðan forsýningasprett með alls 2.825 gesti. Áfram góður stígandi hjá Hrútum sem komin er fast að þrettán þúsund manns eftir fjórðu sýningarhelgi. 

„Albatross“ frumsýnd 19. júní

Gamanmyndin Albatross verður frumsýnd þann 19. júní. Myndin var tekin upp í Bolungarvík sumarið 2013. Leikstjóri og handritshöfundur er Snævar S. Sölvason en þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd.

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.

Bíómyndin „Albatross“ leitar stuðnings á Karolina Fund – stikla hér

Aðstandendur kvikmyndarinnar Albatross leita nú stuðnings við eftirvinnslu á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Markmiðið er að safna um þremur milljónum króna. Náist það verður þetta fyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögnuð er í gegnum síðuna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR