HeimEfnisorð365 miðlar

365 miðlar

Jón Gnarr lætur af störfum hjá 365 miðlum

Jón Gnarr hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 og um leið sem fastur starfsmaður fyrirtækisins. Hann hefur ákveðið að snúa sér alfarið að sinni sjálfstæðu listsköpun og verkefnum tengdum henni.

Nauðsynlegt að breyta lögum til að halda innlendri framleiðslu einkarekinna miðla áfram

Einkareknu ljósvakamiðlarnir á Íslandi hafa sent áskorun til stjórnvalda um að gera "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði." Er þá bæði vísað til samkeppnisstöðu gagnvart erlendum aðilum og Ríkisútvarpinu.

Jón Gnarr: Brýnt að auka fjárfestingu í gerð leikins sjónvarpsefnis

Í pistli sem Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, birtir í Fréttablaðinu í dag segir hann of litlu fé varið til leikins sjónvarpsefnis miðað við bíómyndir og að jafna þurfi þann hlut eða stofna sérstakan sjónvarpssjóð.

Jón Gnarr lýsir áhyggjum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar

Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, tjáir sig á Fésbókarsíðu sinni í dag um Netflix og framtíðarhorfur í innlendri dagskrárgerð. Hann leggur útaf umfjöllun Kjarnans sem kallar opnun Netflix fagnaðarefni fyrir neytendur og lýsir áhyggjum sínum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar.

365 miðlar dregur sig útúr Eddunni, stjórn ÍKSA leiðréttir rangfærslur Jóns Gnarr

365 miðlar hafa hætt þátttöku í Edduverðlaununum. Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segir í samtali við Kjarnann að ástæðan sé að RÚV hafi haft 70 prósent vægi í dómnefnd Edduverðlaunanna meðan 365 beri helming kostnaðar vegna veitingu þeirra og að 365 hefði lagt fram ýmsar tillögur um að auka vægi almennings í kjöri á verðlaunahöfum en þær tillögur hafi ekki hlotið brautargengi. Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að allt sem Jón nefnir sé rangt.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR