Hvað er svona merkilegt við það? fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annara kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Viðmælendur eru meðal annars Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Salome Þorkelsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og fleiri.
Myndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar árið 2015 og er sýnd nú á vegum WIFT á Íslandi í tilefni kvennaárs.













