Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Við styðjum Lilju Alfreðsdóttur til góðra verka
Íslensk kvikmyndagerð er ein af undirstöðum íslenskrar menningar og tungu, og skapar veruleg efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Skýr framtíðarsýn og markvissar aðgerðir á næstu árum eru nauðsynlegar til að styrkja grunnstoðir þessarar mikilvægu menningargreinar. Öflugur Kvikmyndasjóður ásamt traustu
og fyrirsjáanlegu endurgreiðslukerfi gegna lykilhlutverkum í að styðja við fjölbreytta sköpun, fjölga skapandi störfum og auka verðmætasköpun fyrir samfélagið.
Við undirrituð, sem framleiðum kvikmyndir og sjónvarpsefni á Íslandi, viljum halda áfram að vinna náið með stjórnvöldum að uppbyggingu greinarinnar. Við fögnum þeirri framtíðarsýn sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram í grein sinni „Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref“. Þar eru kynntar tillögur og aðgerðir sem við teljum afar mikilvægar fyrir áframhaldandi þróun greinarinnar. Þær styðja við menningarlegt hlutverk kvikmyndagerðar, laða hæfileikaríkt fólk til skapandi starfa og tryggja samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi til framtíðar.
Við styðjum Lilju Alfreðsdóttur til góðra verka.
Undirrituð:
Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri Glassriver
Anton Máni Svansson, framleiðandi STILL VIVID
Baltasar Kormákur, forstjóri RVK Studios
Birgitta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri ZikZak
Birkir Blær Ingólfsson, framleiðandi Act4
Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi Truenorth
Gunnar Karlsson, leikstjóri GunHil
Grímar Jónsson, framleiðandi Netop Films
Hanna Björk Valsdóttir, framleiðandi Akkeri Films
Heather Millard, framleiðandi Compass Films
Hilmar Sigurðsson, framleiðandi GunHil
Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi Ursus Parvus
Hörður Rúnarsson, framleiðandi Act4
Jónas Margeir Ingólfsson, framleiðandi Act4
Kristinn Þórðarson, framleiðandi Truenorth
Leifur Dagfinnsson, forstjóri Truenorth
Lilja Ósk Snorradóttir, framleiðandi Pegasus
Ólafur Darri Ólafsson, framleiðandi Act4
Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi Eyjafjallajökull Entertainment
Tjörvi Þórsson, forstjóri Sagafilm