Myndin var valin stuttmynd ársins á Eddunni 2024 og var Anna Karín einnnig valin uppgötvun ársins.
Sætur segir frá hinum 11 ára Breka sem prófar sig áfram með farða systur sinnar og föt þegar hann er einn heima.
Dómnefndin heillaðist af uppbyggilegri og fallegri sögu, sem sé römmuð inn af fallegri sviðsmynd. „Sá þáttur myndarinnar sem snýr að tjáningu og könnun á kyngervi er einstaklega vel fléttaður við sögu af systkinaerjum og þeim áskorunum sem felast í því að þroskast og vaxa upp.“