spot_img

[Stikla] Sýningar hefjast á bíómyndinni EFTIRLEIKIR

Þetta er fyrsta kvikmynd Ólafs Árheim Ólafarsonar í fullri lengd, en hann nam við Kvikmyndaskóla Íslands.

Þetta er þriðja kvikmyndin á árinu sem er eftir útskrifaðan nemanda úr Kvikmyndaskólanum. Hinar eru Ljósvíkingar og Topp tíu möst.

Eftirleikir fjallar um ofbeldisfull átök á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi. Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða. Aðstandendur kalla myndina „ógnartrylli“.

Með helstu hlutverk fara Vivian Ólafsdóttir, Jói G. Jóhannsson, Andri Freyr Sigurpálsson, Eggert Þ. Rafnsson og Halldór Gylfason.

Ólafur Árheim leikstýrir og skrifar handritið ásamt Róbert Keshishzadeh, sem einnig hefur komið að eftirvinnslu verksins. Árni Gylfason er hljóðmeistari, Sunna Björg Birgisdóttir gerva- og brellumeistari og Pétur Andri Guðbergsson sinnti aðstoð við framleiðslu. Jóhann Bjarni var tökumaður að hluta. Andri Freyr Sigurpálsson er meðframleiðandi sem og Ásdís Sandra Ágústsdóttir.

Eftirleikir var frumsýnd á RIFF fyrir nokkrum vikum og var einnig sýnd á PIFF hátíðinni á Ísafirði fyrir skömmu, þar sem bæði Vivian Ólafsdóttir og Jói G. Jóhannsson voru verðlaunuð fyrir frammistöðu sína.

Á Letterboxd má finna ýmsar umsagnir um myndina.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR