Stiklan hefur verið frumsýnd á Vísi og þar segir einnig:
Myndin hverfist um listakonuna Örnu sem er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp tíu lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á Austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar, sem býr á Egilstöðum, vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra. Hún flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þetta ólíkindar dúó þarf nú að vinna saman við að ferðast þvert yfir landið og fylla út topp tíu möst listann.
Ólöf Birna Torfadóttir leikstýrir og skrifar handrit en framleiðandi er Óskar Hinrik Long Jóhannsson. Þau sendu áður frá sér gamanmyndina Hvernig á að vera klassadrusla. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson meðframleiða. Birta Rán Björgvinsdóttir stýrir kvikmyndatöku.