spot_img

Menningarframlag í Kvikmyndasjóð frá 2026 að sögn ráðuneytis

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir á vefsíðu sinni að gert sé ráð fyrir að svokallað menningarframlag streymisveita muni fara að skila Kvikmyndasjóði fjármunum á árinu 2026 og er áætlað að framlagið muni skila sjóðnum 260 milljónum króna á ári.

Segir á vef ráðuneytisins:

Gert er ráð fyrir að innleiðing á svokölluðu menningarframlagi muni hefjast á árinu 2025 og að það fari að skila Kvikmyndasjóði fjármunum á árinu 2026, en áætlað er að framlagið muni skila sjóðnum 260 m.kr. á ári. Með menningarframlaginu verður lögfest ný skylda á hendur streymisveitum til að greiða fjárframlag, sem rennur til Kvikmyndasjóðs, og nemur að hámarki 5% af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli eða skyldu til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni. Streymisveitur sem uppfylla skilyrði um lágmarksfjárfestingu í framleiðslu á íslensku efni verða því undanþegin framlaginu. Ýmis ríki í Evrópu hafa innleitt svipað fyrirkomulag til þess að efla innlenda menningu og tungu.

Fjallað er um fyrirhugað frumvarp um menningarframlag streymisveita í frétt Klapptrés hér að neðan.

Tekjur af menningarframlagi streymisveita gætu numið um 260 milljónum króna

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR