Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hljóta tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Bíó Paradís mun sýna allar tilnefndar kvikmyndir dagana 9.-14. október.
Tilnefningarnar eru:
• Danmörk: The Son and the Moon – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures
• Finnland: Fallen Leaves – Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo
• Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film
• Ísland: Snerting – Leikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios
• Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys
• Svíþjóð: Crossing – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film
Dómnefndir hvers lands fyrir sig hafa tilnefnt eina mynd frá sínu landi. Til að hafa þátttökurétt þurfa myndir að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. júlí 2023 til 30. júní 2024, auk þess að uppfylla sérstök skilyrði Ráðsins. Jóna Finnsdóttir, Guðrún Helga Jónasdóttir og Björn Þór Vilhjálmsson sátu í íslensku dómnefndinni að þessu sinni. Þau segja um Snertingu:
Norrænu kvikmyndaverðlaunin voru fyrst veitt Aki Kaurismäki 2002 fyrir meistaraverk hans The Man Without a Past. Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannsonar, Hross í oss og Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára.
Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, DKK 300,000 (rúmar sex milljónir ISK), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda.
Handhafi Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 verður opinberaður 22. október 2024 á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík.