Svona eru kjör leikstjóra og handritshöfunda á Íslandi

Ragnar Bragason leikstjóri og handritshöfundur hefur að undanförnu unnið að kjarakönnun meðal kollega sinna í leikstjóra- og handritshöfundastétt. Hér eru niðurstöðurnar.

Ragnar sendi netpóst á kollegana í gær þar sem hann skýrir frá því að undanfarið hafi hann varið sínum frítíma í að skoða afkomu höfunda í íslenskri kvikmyndagerð.

Ragnar segir:

„Hin sorglega staðreynd er sú að meðan laun heilt yfir hafa hækkað um 40-50% á síðustu árum meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna hafa kjör handritshöfunda og leikstjóra staðið í stað og í einhverjum tilfellum dregist mikið saman.

Það eru eflaust margar samverkandi ástæður fyrir því.

Við erum það fólk sem gerum verkið og höfum þá ósk heitasta að sjá það verða fullvaxta – af tilfinningasemi gefum við eftir þegar kemur að eðlilegum greiðslum fyrir vinnu og höfundarverk. Aðrir líta á það sem svo að framleiðendur séu að gera þeim greiða og eru bara þakklát fyrir að fá að vera með í leiknum. En stærsta ástæðan er líklega sú að ekki eru til nein viðmið og allir að semja í sínu horni.

Ég lagðist í rannsóknarvinnu. Talaði við fjölda höfunda og leikstjóra um hvað hefur verið í gangi, hvað er í gangi og hvað ætti að vera í gangi. Úr urðu óformleg skjöl, vangavelta um lágmörk.“

Hafa laun lækkað?

Klapptré er kunnugt um tilfelli frá upphafi aldarinnar, fyrir aldarfjórðungi síðan, þar sem (núvirtar) greiðslur fyrir leikstjórn voru mun hærri en hæstu tölur sem nefndar eru í skjalinu hér að neðan. Klapptré er líka kunnugt um hærri tölur fyrir handritsskrif (nokkurra ára gamlar) en hér eru nefndar.

Ekki ólöglegt að setja fram viðmiðunartaxta

Í umræðum um póst Ragnars taka bæði hann og Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, fram að leikstjórar og handritshöfundar séu undanþegnir samkeppnisákvæðum um bann við viðmiðunartaxta.

Þetta er í tengslum við ýmsar frásagnir í umræðunni um póst Ragnars, þar sem sagt er að sumir framleiðendur haldi því fram í samningaviðræðum að þetta sé ekki leyfilegt.

Ragnar segir: „Bara til að það sé algerlega á hreinu þá eru “einstaklingar/verktakar í veikri samningsaðstöu” undanþegnir ólöglegu samráði undir evrópskri löggjöf. Það er því bæði fyllilega eðlilegt og löglegt að einstaklingar ráðfæri sig um laun á verktakabasa. Hitt er hræðsluáróður framleiðenda sem hefur viðgengst hér í áratugi.“

Margrét segir: „Samkvæmt nýlegum breytingum á Evrópulöggjöf, sem við heyrum undir, eru einyrkjar eins og við listamenn undanskilin þessu „ólöglega samráðs“ samkeppnisákvæði. Í löndum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku er opinber gjaldskrá með lágmarks viðmiðunartölum og engar athugasemdir gerðar við það, hvorki af framleiðendum né samkeppnisyfirvöldum.“

Rétt er að taka fram að tölurnar sem Ragnar setur fram eftir umræður við kollega eru ekki taxti, heldur aðeins vangaveltur sprottnar upp úr umræðum við kollega „um hvað hefur verið í gangi, hvað er í gangi og hvað ætti að vera í gangi.“ Ljóst er að í mörgum tilfelllum eru þessar upphæðir í lægri kantinum og að auki er þrýstingur frá framleiðendum um að lækka þær enn frekar í sumum tilfellum. Tekið skal fram að hér er ekki verið að setja alla framleiðendur undir einn hatt. Einnig geta verið rök fyrir slíkum sjónarmiðum. Greiðslur eru á endanum samningsatriði milli aðila, en viðmiðanir um lágmarksgreiðslur sem útgangspunkt hljóta að gagnast öllum.

Samkomulag danskra handritshöfunda og framleiðenda

Hlekkurinn á samkomulag danskra handritshöfunda og framleiðenda, sem Margrét minnist á og tók gildi 1. janúar 2024, er hér (sjá svo samning í smáatriðum á pdf skjali á síðunni). Viðmiðin fyrir handrit að bíómynd eru í stuttu máli svona: (ekki er til sambærilegt samkomulag vegna leikinna þáttaraða, en til er nokkurskonar „heiðursmannasamkomulag“ við framleiðendur og einnig eru handritshöfundar með samninga við sjónvarpsstöðvarnar en þar eru engar tölur inni).

Synopsis: 54.806 DKK – 1.115.847 ISK
Treatment: 98.650 DKK – 2.008.367 ISK
Fyrsta handritsuppkast: 175.375 DKK – 3.570.699 ISK
Lokahandrit: 569.981 DKK – 11.602.488 ISK
(ATH: ‘Synopsis’, ‘treatment’ og ‘Fyrsta handritsuppkast’ dragast frá heildarupphæðinni undir ‘Lokahandrit’.)

Af einhverjum ástæðum liggur ekki sambærilegt samkomulag fyrir hér, milli SÍK og FLH.

Niðurstöður könnunar Ragnars

Fyrst kjör handritshöfunda (hlekkur á skjal hér):

ATH. Þetta er óformlegt persónulegt skjal sem er í vinnslu.
KVIKMYNDAHANDRIT LAUNAVIÐMIÐ DÆMI 1: Verk frumþróað af höfundi DÆMI 2: Kemur til verks snemma í ferli DÆMI 3: Ráðin til verks á seinni stigum
ATH: Eftirfarandi upphæðir eru lágmarksviðmið Hærri greiðslur eru samningsatriði og er þá m.a. tekið tillit til tilurðar verks, umfangs og fyrri reynslu höfundar.
ATH. Um er að ræða verktakagreiðslur
Höfundur leitar til framleiðanda með samstarf
á frumsköpuðu hugverki eða hugverki sem hann hefur réttinn á.
Hagnaðarhlutdeild er há 10-25%
Framleiðandi leitar til höfundar með samstarf
Hagnaðarhlutdeild er meðal 5-10%
Framleiðandi ræður höfund til vinnu
Verk hefur verið frumþróð og biblía er til staðar Höfundur er þáttahöfundur
Hagnaðarhlutdeild er engin
Leikin kvikmynd í fullri lengd Ath. Greiðslur fari ekki undir 2% af heildarbudgeti verksins
ÞREP 1 / Fyrsta eða annað stóra verk höfundar 9.000.000 8.000.000
ÞREP 2 / Þriðja eða fjórða stóra verk höfundar 10.000.000 9.000.000
ÞREP 3 / Fimmta eða fleiri stóra verk höfundar 11.000.000 10.000.000
Leikin þáttaröð 50.min Episode 50.min Episode 50.min Episode
ÞREP 1 / Fyrsta eða annað stóra verk höfundar  2.000.000 1.800.000 1.600.000
ÞREP 2 / Þriðja eða fjórða stóra verk höfundar 2.500.000 2.100.000 1.900.000
ÞREP 3 / Fimmta eða fleiri stóra verk höfundar 3.000.000 2.400.000 2.200.000
Leikin þáttaröð 30.min Episode 30.min Episode 30.min Episode
ÞREP 1 / Fyrsta eða annað stóra verk höfundar 1.500.000 1.200.000 1.000.000
ÞREP 2 / Þriðja eða fjórða stóra verk höfundar 1.800.000 1.500.000 1.200.000
ÞREP 3 / Fimmta eða fleiri stóra verk höfundar 2.100.000 1.800.000 1.400.000
Ef höfundur er „creator“ (þ.e. hefur að stærstum hluta skrifað þau gögn sem fjármögnun byggir á – pitch-skjal, biblía, treatment og pilot þátt) og/eða hefur átt þátt í fjármögnun verksins fyrir eða eftir aðkomu framleiðenda með því að selja verkið sýningaraðilum, náð inn öðrum meðframleiðendum með fjármagn eða
deferað launum þá er eðlilegt að höfundur sé meðframleiðandi og eigi skráðan eignarhlut í verkinu.
Gerður er samningur þess efnis og greitt sérstaklega vegna þróunarvinnu. Einnig á höfundur að eiga viðeigandi hlut í Production fee.
Ef höfundur er meðframleiðandi er eðlilegt að verði rekstrarafgangur í verkinu t.d af Óvissu/Contingency eða öðrum þáttum að hann njóti góðs af því í því hlutfalli sem eignarhlutur hans er.

 

Þá kjör leikstjóra (hlekkur á skjal hér):

ATH. Þetta er óformlegt persónulegt skjal sem er í vinnslu.
KVIKMYNDALEIKSTJÓRN LAUNAVIÐMIÐ DÆMI 1: Verk frumþróað af leikstjóra DÆMI 2: Kemur til verks snemma í ferli DÆMI 3: Ráðin til verks á seinni stigum
ATH: Eftirfarandi upphæðir eru lágmarksviðmið Hærri greiðslur eru samningsatriði og er þá m.a. tekið tillit til tilurðar verks, umfangs og fyrri reynslu leikstjóra.
ATH. Um er að ræða verktakagreiðslur ATH. Viðmið innihalda ekki handritsskrif
Leikstjóri leitar til framleiðanda með samstarf Leikstjóri er einn (eða er lykilleikstjóri) Leikstjóri hefur Final Cut
Hagnaðarhlutdeild er há 25-50%
Framleiðandi leitar til leikstjóra með samstarf Leikstjóri er einn (eða er lykilleikstjóri) Leikstjóri hefur mögulega Final Cut
Hagnaðarhlutdeild er meðal 10-25%
Framleiðandi ræður leikstjóra til vinnu Leikstjóri er þáttaleikstjóri
Leikstjóri hefur ekki Final Cut
Hagnaðarhlutdeild er lág 0-10%
Leikin kvikmynd í fullri lengd Ath. Laun fari ekki undir 4% af heildarbudgeti verksins Ath. Laun fari ekki undir 4% af heildarbudgeti verksins
ÞREP 1 / Fyrsta eða annað stóra verk leikstjóra 13.000.000 11.000.000
ÞREP 2 / Þriðja eða fjórða stóra verk leikstjóra 15.000.000 13.000.000
ÞREP 3 / Fimmta eða fleiri stóra verk leikstjóra 17.000.000 15.000.000
Leikin þáttaröð 50.min Episode 50.min Episode 50.min Episode
ÞREP 1 / Fyrsta eða annað stóra verk leikstjóra  3.000.000 2.500.000 2.000.000
ÞREP 2 / Þriðja eða fjórða stóra verk leikstjóra 4.000.000 3.500.000 3.000.000
ÞREP 3 / Fimmta eða fleiri stóra verk leikstjóra 5.000.000 4.500.000 4.000.000
30.min Episode 30.min Episode 30.min Episode
ÞREP 1 / Fyrsta eða annað stóra verk leikstjóra 2.000.000 1.700.000 1.400.000
ÞREP 2 / Þriðja eða fjórða stóra verk leikstjóra 2.600.000 2.300.000 2.000.000
ÞREP 3 / Fimmta eða fleiri stóra verk leikstjóra 3.200.000 2.900.000 2.600.000
Leikstjóri tekur allar listrænar lykilákvarðanir Velur helstu leikara
Velur aðra listræna stjórnendur Velur tökustaði
Hefur lokaákvörðun með klipp, hlljóðmynd og endanlegt útlit
Breytilegt eftir verkefnum. En í flestum tilfellum einhverskonar millistig þess sem hér er á vinsti og hægri hönd Leikstjóri fylgir þeim ákvörðunum sem framleiðandi og/eða lykilleikstjóri hefur tekið
Eðlilegt að leikstjóri sé meðframleiðandi (eigi skráðan eignarhlut í verkinu)
Gerður er samningur þess efnis og greitt sérstaklega vegna þróunarvinnu.
Ef leikstjóri sem meðframleiðandi hefur átt þátt í fjármögnun verksins með því að selja verkið sýningaraðilum, náð inn öðrum meðframleiðendum með fjármagn eða deferað launum þá á leikstjóri að eiga viðeigandi hlut í Production fee.
Ef leikstjóri er meðframleiðandi er eðlilegt að verði rekstrarafgangur í verkinu t.d af Óvissu/Contingency eða öðrum þáttum að hann njóti góðs af því í því hlutfalli sem eignarhlutur hans er.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR