SNERTING fer vel af stað

Snerting var frumsýnd síðastliðinn miðvikudag og hefur fengið góða aðsókn. Myndin er í fyrsta sæti á aðsóknarlista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.

2,654 sáu myndina um sjálfa helgina, en að meðtöldum forsýningum hefur myndin fengið alls 6,101 gest.

Til samanburðar komu að meðtöldum forsýningum 8,861 manns á Eiðinn, síðustu íslensku kvikmynd Baltasars, sem frumsýnd var 2016. Heildaraðsókn á Eiðinn nam alls 47.492 gestum.

Aðsókn á íslenskar myndir 27. maí til 2. júní 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
Snerting 2,654 (helgin) 6,101 (með forsýningum)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR